Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgarstjóri? Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Frummælandi var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en hann kynnti með glæsilegri glærusýningu þau húsnæðisverkefni sem eru í farvatninu. Af kynningu hans mátti ráða að húsnæðismál í Reykjavík væru í miklum blóma, svo miklum að sjaldan hefði annars eins sést. Tungutak borgarstjórans gat jafnvel höfðað til þeirra sem þrá einmitt meiri lífsgæði í borginni og betri kjör. Hann tók sér í munn mörg aðlaðandi hugtök líkt og “hagkvæmt”, “óhagnaðardrifið” og “félagslegt” húsnæði, sem hafa reyndar raungerst sem slík öfugmæli innan borgarmarkanna að annað önnur eins misnotkun á hugtökum hefur ekki sést í íslensku máli. Næstur á eftir borgarstjóranum á mælendaskrá var fyrrverandi borgarstjóri Helskinki, Jan Vapaavuoari. Vapaavuori sem er fyrrverandi ráðherra efnahagsmála í Finnlandi kemur úr stjórnmálahreyfingu sem hefur það meðal annars á stefnuskránni að einkavæða finnskt heilbrigðskerfi. Vapaavuori situr einnig í stjórn World Economic Forum (WEF) og er einn af helstu ráðgjöfum samtakana. Erindi hans á fundinum var að ræða mikilvægi þess að borgaryfirvöld settu sér heildstæða húsnæðisstefnu, tryggðu arðsemi og mikilvægi “public-private partnership” í uppbyggingu innviða, eða einkavæðingu eins og það heitir á íslensku. Finnland í sérflokki. Efnahags- og framfarastofnunin OECD sem hefur mælt stöðu húsnæðismála hjá aðildarríkjum sínum um árabil býr yfir umfangsmiklum greiningum um húsnæðiskostnað þ.á.m. frá Íslandi og Finnlandi. Ásamt því að mæla hagstærðir í aðildarríkjunum er markmið stofnunarinnar að hafa áhrif á stefnur ríkjanna þannig að þær leiði af sér meiri velferð, jafnrétti, jafnari tækifæri og auðlegð og þ.á.m. gæði húsnæðisstefnu. Gæði húsnæðisstefnu felast svo ekki síst í hversu aðgengilegt húsnæði er fyrir leigjendur og/eða láglaunahópa. Það markmið kemur kannski skýrast fram í frekar villandi fyrirsögn á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.” Í nýlegri skýrslu frá OECD sem ber heitið Housing cost over income eða “húsnæðiskostnaður í hlutfalli við tekjur” sem nýlega kom út er dregin upp mynd af stöðu húsnæðiskostnaðar og launafólks í aðildarríkjunum. Í skýrslunni er sjónum beint að íþyngjandi húsnæðiskostnaði hjá þremur mismunandi hópum, þ.e. fasteignaeigendum, leigjendum á almennum markaði og leigjendum á félagslegum markaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er samkvæmt skilgreiningum OECD þegar hann fer yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimila. Í niðurstöðum OECD kemur Finnland verst út af öllum aðildarríkjunum. 31% af öllum heimilum á leigumarkaði í Finnlandi bera íþyngjandi húsnæðiskostnað og um 14% fasteignaeigenda, en í þeirri mælingu er Ísland í fimmta sæti. Ef litið er til íþyngjandi húsnæðiskostnað láglaunahópa meðal leigjenda á félagslegum leigumarkaði er Ísland komið upp í 3ja sætið en Finnland vermir enn fyrsta sætið. Það virðist sem svo að einhverskonar sveltistefna sé rekin í húsnæðismálum í Finnlandi fyrst svona er komið. Finnar sem þó eru þekktir fyrir að útrýma heimilisleysi og þá staðreynd að sveitarfélögin eiga mikið af leiguhúsnæði á almennum markaði, sem rekin eru í gegnum sjálfstæð fyrirtæki. Árangur finna í húsnæðismálum í tíð Vapaavuori er því eftirtektarverður svo ekki sé dýpra í árinni tekið, en málum blandinn. “GAMMA” sjóður nælir í Vapaavuori. NREP sjóðurinn, (eins konar ofvaxinn GAMMA sjóður) stærsti fasteignasjóður Norðurlanda, tryggði sér nýlega starfskrafta Vapaavuori. Árangur sá sem í hans tíð sem gerði leigjendur að féþúfu fjárfesta og skapaði þeim versnandi lífskjör í Finnlandi virðist hafa áunnið honum svo mikla aðdáun frá yfirstjórn NREP að þeir gerðu hann að aðalráðgjafa sínum. Sérsvið Vapaavuori hjá sjóðnum eru einmitt fjárfestingar í húsnæði, hjúkrunarheimilum og öðrum innviðum. Sjóðurinn sem á húsnæði og innviði fyrir 17 milljarða evra setti nýlega met þegar hann safnaði 1.9 milljörðum evra fyrir næsta fjárfestingaáfanga sinn sem meðal annars eru húsnæðismarkaðir í Póllandi. Ætlar sjóðurinn að sér stóra hluti á pólskum leigumarkaði þó að einungis 15% heimila í Póllandi séu í leiguhúnsæði, því NREP telur að leigumarkaðurinn þar muni stækka ört á næstunni og vill hagnast á því. NREP sjóðurinn starfar á sama vettvangi og með álíka sniði og hinn alræmdi Blackstone sjóður sem hefur farið um sem svo mikil pest á evrópskum húsnæðismarkaði að nokkur ríki hafa þurft sérstaka lagasetningu til varnar honum. Hvar sem Blackstone hefur stungið niður hefur lífsgæðum leigjenda hrakað og húsaleiga hækkað óhóflega. NREP sjóðurinn sem nú fetar í fótspor Blackstone með uppkaupum á leiguhúsnæði um alla Evrópu sendir hinsvegar hinn vígreifa Vapaavuori reglulega útaf örkinni til að sannfæra borgaryfirvöld víða um þessi stef í borgarþróun og mikilvægi einkavæðingar. Hvort Vapaavuori reki erindi WEF eða NREP sjóðsins á ferð sinni hingað skal ósagt látið en að bjóða honum í ráðhúsið er annaðhvort ævintýralegt dómgreindarleysi eða mjög svo afhjúpandi um fyrirætlanir borgarstjórans og fylgilag hans. Það er ljóst að árangur Finna í húsnæðsimálum undanfarin ár er vægast sagt málum blandinn, en kannski er skýringuna á miklum vinsældum þeirra hjá stjórnmála- og fjármagnselítunni einmitt að finna í áðurnefndum greiningum OECD. Því það að velta kostnaðinum yfir á ungt fólk, fyrstu kaupendur og leigjendur á vegferð fjárfesta til einokunarstöðu á húsnæðismarkaði er sem söngur í þeirra eyrum. Þrátt fyrir að stjarna Vapaavuori kunni að vera einhverskonar leiðarljós fyrir reykvísk borgaryfirvöld í húsnæðismálum þá er hitt staðreynd að það hafa slokknað ljósin á mörgum heimilum í Finnlandi í hans tíð. Kannski að borgarstjórinn í Reykjavík hafi fundið sér fyrirmynd í Vapaavuori og vilji ólmur skríða þétt upp að honum í línuritum OECD og slökkva ljósin á fleiri reykvískum heimilum. Miðað við framgöngu hans og þjónustulund við fasteignafélögin á höfuðborgarsvæðinu þá er ekki ólíklegt að hann að hafi metnað til þess. Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Leigumarkaður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Frummælandi var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en hann kynnti með glæsilegri glærusýningu þau húsnæðisverkefni sem eru í farvatninu. Af kynningu hans mátti ráða að húsnæðismál í Reykjavík væru í miklum blóma, svo miklum að sjaldan hefði annars eins sést. Tungutak borgarstjórans gat jafnvel höfðað til þeirra sem þrá einmitt meiri lífsgæði í borginni og betri kjör. Hann tók sér í munn mörg aðlaðandi hugtök líkt og “hagkvæmt”, “óhagnaðardrifið” og “félagslegt” húsnæði, sem hafa reyndar raungerst sem slík öfugmæli innan borgarmarkanna að annað önnur eins misnotkun á hugtökum hefur ekki sést í íslensku máli. Næstur á eftir borgarstjóranum á mælendaskrá var fyrrverandi borgarstjóri Helskinki, Jan Vapaavuoari. Vapaavuori sem er fyrrverandi ráðherra efnahagsmála í Finnlandi kemur úr stjórnmálahreyfingu sem hefur það meðal annars á stefnuskránni að einkavæða finnskt heilbrigðskerfi. Vapaavuori situr einnig í stjórn World Economic Forum (WEF) og er einn af helstu ráðgjöfum samtakana. Erindi hans á fundinum var að ræða mikilvægi þess að borgaryfirvöld settu sér heildstæða húsnæðisstefnu, tryggðu arðsemi og mikilvægi “public-private partnership” í uppbyggingu innviða, eða einkavæðingu eins og það heitir á íslensku. Finnland í sérflokki. Efnahags- og framfarastofnunin OECD sem hefur mælt stöðu húsnæðismála hjá aðildarríkjum sínum um árabil býr yfir umfangsmiklum greiningum um húsnæðiskostnað þ.á.m. frá Íslandi og Finnlandi. Ásamt því að mæla hagstærðir í aðildarríkjunum er markmið stofnunarinnar að hafa áhrif á stefnur ríkjanna þannig að þær leiði af sér meiri velferð, jafnrétti, jafnari tækifæri og auðlegð og þ.á.m. gæði húsnæðisstefnu. Gæði húsnæðisstefnu felast svo ekki síst í hversu aðgengilegt húsnæði er fyrir leigjendur og/eða láglaunahópa. Það markmið kemur kannski skýrast fram í frekar villandi fyrirsögn á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.” Í nýlegri skýrslu frá OECD sem ber heitið Housing cost over income eða “húsnæðiskostnaður í hlutfalli við tekjur” sem nýlega kom út er dregin upp mynd af stöðu húsnæðiskostnaðar og launafólks í aðildarríkjunum. Í skýrslunni er sjónum beint að íþyngjandi húsnæðiskostnaði hjá þremur mismunandi hópum, þ.e. fasteignaeigendum, leigjendum á almennum markaði og leigjendum á félagslegum markaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er samkvæmt skilgreiningum OECD þegar hann fer yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimila. Í niðurstöðum OECD kemur Finnland verst út af öllum aðildarríkjunum. 31% af öllum heimilum á leigumarkaði í Finnlandi bera íþyngjandi húsnæðiskostnað og um 14% fasteignaeigenda, en í þeirri mælingu er Ísland í fimmta sæti. Ef litið er til íþyngjandi húsnæðiskostnað láglaunahópa meðal leigjenda á félagslegum leigumarkaði er Ísland komið upp í 3ja sætið en Finnland vermir enn fyrsta sætið. Það virðist sem svo að einhverskonar sveltistefna sé rekin í húsnæðismálum í Finnlandi fyrst svona er komið. Finnar sem þó eru þekktir fyrir að útrýma heimilisleysi og þá staðreynd að sveitarfélögin eiga mikið af leiguhúsnæði á almennum markaði, sem rekin eru í gegnum sjálfstæð fyrirtæki. Árangur finna í húsnæðismálum í tíð Vapaavuori er því eftirtektarverður svo ekki sé dýpra í árinni tekið, en málum blandinn. “GAMMA” sjóður nælir í Vapaavuori. NREP sjóðurinn, (eins konar ofvaxinn GAMMA sjóður) stærsti fasteignasjóður Norðurlanda, tryggði sér nýlega starfskrafta Vapaavuori. Árangur sá sem í hans tíð sem gerði leigjendur að féþúfu fjárfesta og skapaði þeim versnandi lífskjör í Finnlandi virðist hafa áunnið honum svo mikla aðdáun frá yfirstjórn NREP að þeir gerðu hann að aðalráðgjafa sínum. Sérsvið Vapaavuori hjá sjóðnum eru einmitt fjárfestingar í húsnæði, hjúkrunarheimilum og öðrum innviðum. Sjóðurinn sem á húsnæði og innviði fyrir 17 milljarða evra setti nýlega met þegar hann safnaði 1.9 milljörðum evra fyrir næsta fjárfestingaáfanga sinn sem meðal annars eru húsnæðismarkaðir í Póllandi. Ætlar sjóðurinn að sér stóra hluti á pólskum leigumarkaði þó að einungis 15% heimila í Póllandi séu í leiguhúnsæði, því NREP telur að leigumarkaðurinn þar muni stækka ört á næstunni og vill hagnast á því. NREP sjóðurinn starfar á sama vettvangi og með álíka sniði og hinn alræmdi Blackstone sjóður sem hefur farið um sem svo mikil pest á evrópskum húsnæðismarkaði að nokkur ríki hafa þurft sérstaka lagasetningu til varnar honum. Hvar sem Blackstone hefur stungið niður hefur lífsgæðum leigjenda hrakað og húsaleiga hækkað óhóflega. NREP sjóðurinn sem nú fetar í fótspor Blackstone með uppkaupum á leiguhúsnæði um alla Evrópu sendir hinsvegar hinn vígreifa Vapaavuori reglulega útaf örkinni til að sannfæra borgaryfirvöld víða um þessi stef í borgarþróun og mikilvægi einkavæðingar. Hvort Vapaavuori reki erindi WEF eða NREP sjóðsins á ferð sinni hingað skal ósagt látið en að bjóða honum í ráðhúsið er annaðhvort ævintýralegt dómgreindarleysi eða mjög svo afhjúpandi um fyrirætlanir borgarstjórans og fylgilag hans. Það er ljóst að árangur Finna í húsnæðsimálum undanfarin ár er vægast sagt málum blandinn, en kannski er skýringuna á miklum vinsældum þeirra hjá stjórnmála- og fjármagnselítunni einmitt að finna í áðurnefndum greiningum OECD. Því það að velta kostnaðinum yfir á ungt fólk, fyrstu kaupendur og leigjendur á vegferð fjárfesta til einokunarstöðu á húsnæðismarkaði er sem söngur í þeirra eyrum. Þrátt fyrir að stjarna Vapaavuori kunni að vera einhverskonar leiðarljós fyrir reykvísk borgaryfirvöld í húsnæðismálum þá er hitt staðreynd að það hafa slokknað ljósin á mörgum heimilum í Finnlandi í hans tíð. Kannski að borgarstjórinn í Reykjavík hafi fundið sér fyrirmynd í Vapaavuori og vilji ólmur skríða þétt upp að honum í línuritum OECD og slökkva ljósin á fleiri reykvískum heimilum. Miðað við framgöngu hans og þjónustulund við fasteignafélögin á höfuðborgarsvæðinu þá er ekki ólíklegt að hann að hafi metnað til þess. Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun