Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 10:03 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands til að mynda á þremur stórmótum. VÍSIR/DANÍEL Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira