Leikskólabörn að greinast með flensuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01