Leikskólabörn að greinast með flensuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01