Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:04 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott. Aðsend Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20