Sakborningur aðstoðaði við að sviðsetja mannslátið á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 14:09 Frá vettvangi á Ólafsfirði í byrjun október. Vísir Fjögur hafa enn stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mannsláti í íbúðarhúsi á Ólafsfirði í byrjun október. Vafi er á um hvort karlmanninum á fimmtugsaldri hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara.
Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sjá meira
„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01