Innlent

Lýst eftir Arturs og skorað á hann að gefa sig fram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skorað er á Arturs að gefa sig fram við lögreglu.
Skorað er á Arturs að gefa sig fram við lögreglu. Lögreglan

Lögreglan lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára karlmanni frá Lettlandi en síðast sást til hans í Þorlákshöfn fyrr í dag. Lögregla skorar á Arturs að gefa sig fram.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrir liggi framsalsbeiðni frá yfirvöldum í Lettlandi auk staðfestingar Landsréttar um að framsal skuli fara fram.

Stutt er síðan að Landsréttur staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í nokkur ár.

Þau sem geta veitt upplýsingar um ferðir Arturs eru beðin um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112. Einnig er skorað á hann sjálfan að gefa sig fram með því að hringja í 112. Arturs er ekki talinn hættulegur.


Tengdar fréttir

Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi fram­seldur heim

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×