Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 12:09 Hliðunum er lokað frá klukkan níu á kvöldin til klukkan sex á mað morgni. Vísir/Vilhelm Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð. Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð.
Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01