Handbolti

Svar­tfjalla­land á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jovanka Radičević var ótrúleg í kvöld.
Jovanka Radičević var ótrúleg í kvöld. Filip Filipovic/Getty Images

Svartfjallaland flaug inn í milliriðil á EM kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur á Póllandi, 26-23. Svartfellingar hafa unnið alla þrjá leiki sína og eru til alls líklegar.

Það var snemma ljóst í leik dagsins að það yrði ekki gefin tomma eftir. Pólska liðið átti svör við öllu sem Svartfjallaland bauð upp á og var staðan jöfn 12-12 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.

Í þeim síðari reyndust Svartfellingar þó töluvert sterkari og á endanum vann topplið D-riðils þriggja marka sigur, 26-23. Jovanka Radičević var hreint út sagt mögnuð í liði Svartfjallalands en hún skoraði 12 mörk.

Staðan í D-riðli er þannig að Svartfjallaland er á toppnum með sex stig. Þýskaland og Pólland eru með tvö stig á meðan Spánn er án stiga. Þýskaland og Spánn mætast síðar í kvöld.

Í C-riðli var sannkallaður botnslagur þar sem Rúmenía fór nokkuð létt með Norður-Makedóníu, lokatölur 31-23. Sigurinn þýðir að Rúmenía kemst í milliriðil en fer þó þangað stigalaust.

Síðar í kvöld mætast svo Frakkland og Holland í leik þar sem toppsæti C-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×