Musk segir horfur Twitter alvarlegar Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 17:10 Musk hefur skipað starfsmönnum Twitter að snúa aftur og vinna í skrifstofum fyrirtækisins alla daga. AP/Jeff Chiu Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“. Þá eru forsvarsmenn deilda fyrirtækisins sem sjá um öryggi, persónuupplýsingar og það að fyrirtækið fari eftir lögum sagðir hafa sagt upp. The Verge segir frá því að lögmaður sem vinnur í persónuupplýsingadeild Twitter hafi sent opið bréf á starfsmenn fyrirtækisins í morgun þar sem hann gagnrýndi Musk harðlega. Í bréfinu sagði lögmaðurinn að Musk hefði sýnt að hann svífðist einskis til að græða á notendum Twitter. Lögmaðurinn vísar til þess að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) geti mögulega sektað fyrirtækið um milljarða dala. Samkvæmt Verge er hann að vísa til samkomulags sem Twitter gerði við FTC í maí eftir að upp komst um að fyrirtækið væri að nota persónuupplýsingar notenda við auglýsingadreifingu. Hann segir að tölvunarfræðingar Twitter hafi verið beðnir um að passa sjálfir upp á að þeir væru að framfylgja reglum FTC og einkaverndarlög og að hann ætti von á því að starfsfólk Twitter myndi verða fyrir þrýstingi um að gera breytingar sem gæti sett það í lagalega hættu. Sagði ástandið erfitt Business Insider segir að Musk hafi sent starfsmönnum Twitter sinn fyrsta tölvupóst klukkan hálf þrjú í nótt, á vesturströnd Bandaríkjanna, og þar hafi hann tilkynnt að allir þyrftu að mæta í persónu á skrifstofur fyrirtækisins strax í dag. Búist væri við því að þau yrðu minnst fjörutíu klukkustundir á skrifstofunni í hverri viku, nema þau fengju undanþágu frá Musk sjálfum. Auðjöfurinn sagði erfiðan tíma í vændum og að mikla vinnu þyrfti til að komast í gegnum þá tíma. Hann sagðist ekki ætla að skafa utan af hlutunum og sagði að núverandi efnahagshorfur hefðu haft slæm áhrif á reksturinn og auglýsingatekjur Twitter. Musk sagði það ástæðu þess að mikil áhersla hefði verið lögð á nýja áskriftarleið á Twitter og að án töluverðra áskriftartekna væru góðar líkur á því að Twitter lifði ekki efnahagsástandið af, eins og hann orðaði það. Því þyrftu um helmingur tekna fyrirtækisins að koma frá áskrifendum. Þrátt fyrir það væri samfélagsmiðillinn mikið háður auglýsingatekjum og hann og aðrir yfirmenn væru að vinna að því að laða auglýsendur til Twitter. Vaxtagreiðslur margfaldast Eins og frægt er orðið skrifaði Musk undir kaupsamning á Twitter í apríl en reyndi að komast undan því að kaupa fyrirtækið. Eftir margra mánaða deilur og dómsmál stóð Musk við samninginn og keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. Eftir það tók hann fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Við yfirtöku Musks tók fyrirtækið á sig um þrettán milljarða dala í skuldir. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að vegna þessara skulda muni vaxtagreiðslur Twitter hækka úr um fimmtíu milljónum dala árið 2021 í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Ofan á það hafa auglýsendur dregið úr kaupum sínum á auglýsingum á Twitter og þá meðal annars vegna glundroða þar og þess að Musk hefur gefið í skyn að minna verði um ritstjórn á samfélagsmiðlinum. Musk hefur í kjölfarið unnið hörðum höndum að því að leita nýrra tekjulinda fyrir samfélagsmiðlafyrirtækið og sagði hann upp nærri því helmingi af um 7.500 starfsmönnum Twitter. Aragrúi falskra reikninga Eftir að ný áskriftarleið leit dagsins ljós, þar sem hvaða notendur sem er geta búið til reikning á Twitter, látið hann heita hvað sem er og greitt fyrir það átta dali á mánuði, hefur aragrúi notenda búið til reikninga í nafni frægs fólks og jafnvel fyrirtækja. Þessum reikningum hefur svo fylgt hið bláa merki sem hingað til hefur falið í sér að Twitter ábyrgist að umræddur aðgangur sé raunverulegur. Þetta fólk hefur meðal annars þóst vera Donald Trump, Nintendo í Ameríku, LeBron James, George Bush og margir aðrir. Áður en áðurnefndum Nintendo reikningi var lokað, birti hann mynd af Súper Maríó gefa fólki puttann. Hinn falski LeBron sagðist vilja spila fyrir annað lið en Los Angeles Lakers og sá sem þóttist vera Trump sagði sinn reikning til marks um að áskriftarleið Musks virkaði ekki. Öryggissérfræðingar segja í samtali við CNN að þessi bylgja falskra reikninga hafi þegar leitt til vandamála á Twitter. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þá eru forsvarsmenn deilda fyrirtækisins sem sjá um öryggi, persónuupplýsingar og það að fyrirtækið fari eftir lögum sagðir hafa sagt upp. The Verge segir frá því að lögmaður sem vinnur í persónuupplýsingadeild Twitter hafi sent opið bréf á starfsmenn fyrirtækisins í morgun þar sem hann gagnrýndi Musk harðlega. Í bréfinu sagði lögmaðurinn að Musk hefði sýnt að hann svífðist einskis til að græða á notendum Twitter. Lögmaðurinn vísar til þess að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) geti mögulega sektað fyrirtækið um milljarða dala. Samkvæmt Verge er hann að vísa til samkomulags sem Twitter gerði við FTC í maí eftir að upp komst um að fyrirtækið væri að nota persónuupplýsingar notenda við auglýsingadreifingu. Hann segir að tölvunarfræðingar Twitter hafi verið beðnir um að passa sjálfir upp á að þeir væru að framfylgja reglum FTC og einkaverndarlög og að hann ætti von á því að starfsfólk Twitter myndi verða fyrir þrýstingi um að gera breytingar sem gæti sett það í lagalega hættu. Sagði ástandið erfitt Business Insider segir að Musk hafi sent starfsmönnum Twitter sinn fyrsta tölvupóst klukkan hálf þrjú í nótt, á vesturströnd Bandaríkjanna, og þar hafi hann tilkynnt að allir þyrftu að mæta í persónu á skrifstofur fyrirtækisins strax í dag. Búist væri við því að þau yrðu minnst fjörutíu klukkustundir á skrifstofunni í hverri viku, nema þau fengju undanþágu frá Musk sjálfum. Auðjöfurinn sagði erfiðan tíma í vændum og að mikla vinnu þyrfti til að komast í gegnum þá tíma. Hann sagðist ekki ætla að skafa utan af hlutunum og sagði að núverandi efnahagshorfur hefðu haft slæm áhrif á reksturinn og auglýsingatekjur Twitter. Musk sagði það ástæðu þess að mikil áhersla hefði verið lögð á nýja áskriftarleið á Twitter og að án töluverðra áskriftartekna væru góðar líkur á því að Twitter lifði ekki efnahagsástandið af, eins og hann orðaði það. Því þyrftu um helmingur tekna fyrirtækisins að koma frá áskrifendum. Þrátt fyrir það væri samfélagsmiðillinn mikið háður auglýsingatekjum og hann og aðrir yfirmenn væru að vinna að því að laða auglýsendur til Twitter. Vaxtagreiðslur margfaldast Eins og frægt er orðið skrifaði Musk undir kaupsamning á Twitter í apríl en reyndi að komast undan því að kaupa fyrirtækið. Eftir margra mánaða deilur og dómsmál stóð Musk við samninginn og keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. Eftir það tók hann fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Við yfirtöku Musks tók fyrirtækið á sig um þrettán milljarða dala í skuldir. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að vegna þessara skulda muni vaxtagreiðslur Twitter hækka úr um fimmtíu milljónum dala árið 2021 í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Ofan á það hafa auglýsendur dregið úr kaupum sínum á auglýsingum á Twitter og þá meðal annars vegna glundroða þar og þess að Musk hefur gefið í skyn að minna verði um ritstjórn á samfélagsmiðlinum. Musk hefur í kjölfarið unnið hörðum höndum að því að leita nýrra tekjulinda fyrir samfélagsmiðlafyrirtækið og sagði hann upp nærri því helmingi af um 7.500 starfsmönnum Twitter. Aragrúi falskra reikninga Eftir að ný áskriftarleið leit dagsins ljós, þar sem hvaða notendur sem er geta búið til reikning á Twitter, látið hann heita hvað sem er og greitt fyrir það átta dali á mánuði, hefur aragrúi notenda búið til reikninga í nafni frægs fólks og jafnvel fyrirtækja. Þessum reikningum hefur svo fylgt hið bláa merki sem hingað til hefur falið í sér að Twitter ábyrgist að umræddur aðgangur sé raunverulegur. Þetta fólk hefur meðal annars þóst vera Donald Trump, Nintendo í Ameríku, LeBron James, George Bush og margir aðrir. Áður en áðurnefndum Nintendo reikningi var lokað, birti hann mynd af Súper Maríó gefa fólki puttann. Hinn falski LeBron sagðist vilja spila fyrir annað lið en Los Angeles Lakers og sá sem þóttist vera Trump sagði sinn reikning til marks um að áskriftarleið Musks virkaði ekki. Öryggissérfræðingar segja í samtali við CNN að þessi bylgja falskra reikninga hafi þegar leitt til vandamála á Twitter.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira