Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Snorri Másson skrifar 11. nóvember 2022 08:51 Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir
Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira