Barcelona skoðar tvíeyki Villareal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 12:06 Jorge Cuenca gæti verið á leið aftur til Barcelona. Joan Valls/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Eins og frægt er orðið þá lagði miðvörðurinn sigursæli Gerard Piqué skóna á hilluna um daginn. Við það opnast gat í leikmannahóp Barcelona sem þarf að fylla. Þá virðist Xavi, þjálfari liðsins, ekki hafa mikla trú á Eric Garcia. Xavi horfir til gula kafbátsins í von um að fylla skarð Piqué en samkvæmt Mundo Deportivo vilja Börsungar tvo miðverði frá Villareal, þá Jorge Cuenca og Juan Foyth. Hinn 22 ára gamli Cuenca fór frá Katalóníu til Villareal sumarið 2020. Leikmaðurinn er með ákvæði þess efnis að Barcelona geit keypt hann á nýjan leik og virðist sem Xavi ætli að nýta sér það ákvæði. Cuenca hefur lítið spilað með Villareal en hann var lánaður til Almería og Getafe fyrstu tvö tímabilin sín. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega spilað í Sambandsdeild Evrópu og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins mikið lengur. Börsungar hafa haft áhuga á hinum 24 ára gamla Foyth frá því í sumar þegar liðið reyndi að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra en eftir að leikmaðurinn meiddist í ágúst síðastliðnum þá fjaraði sá áhugi úti. Juan Foyth í leik gegn BarcelonaAitor Alcalde/Getty Images Hvort tvíeykið umturni varnarleik Barcelona skal ósagt látið en eitt er víst. Xavi þarf ekki að stilla Marcos Alonso upp í miðverði fari svo að liðið landi báðum leikmönnum. Barcelona er á toppi La Liga með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum meira en Spánarmeistarar Real Madríd. Villareal er í 9. sæti með 21 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira