Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari KA, er nú tekinn við Valsliðinu og honum til halds og trausts verður Sigurður Heiðar Höskuldsson – maðurinn sem þjálfaði Birgi hjá Leikni R. þessi tvö tímabil.
Sigurður Heiðar staðfesti í hlaðvarpsþætti á Fótbolti.net að Valur væri að „skoða það að fá einn sem ég þekki vel“ í sínar raðir. Þar var ljóst að hann var að tala um Birgi þar sem Kristján Óli Sigurðsson, einn af stjórnendum Þungavigtarinnar, hafði þegar sagt Birgir væri á leiðinni í Val.
Það virðist eitthvað hafa breyst síðan Kristján Óli setti inn færslu þess efnis að Birgir væri á leiðinni í Val þann 4. nóvember og nú hefur Birgir ákveðið að endursemja við uppeldisfélag sitt. Samningurinn gildir til ársins 2025 og ljóst að Birgir mun spila í gulu og bláu en ekki rauðu næsta sumar.
KA endaði í 2. sæti Bestu deildar karla á nýafstaðinni leiktíð á meðan Valur endaði í 6. sæti og Leiknir R. féll niður í Lengjudeildina.