Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2022 10:26 Efnið var flutt frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi á leiðinni til Íslands. Efninu var skipt út fyrir gerviefni í Rotterdam. LRH Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Í gæsluvarðhaldi í á fjórða mánuð Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir í ágúst. Dómari spurði þá, hvern á fætur öðrum úr dómsal í morgun, hver afstaða þeirra væri til ákæruefnisins. Hvort þeir játuðu eða neituðu sök. Þrír þeirra neituðu að forminu til sök varðandi innflutning og peningaþvætti. Tveir þeirra virtust þó ýmist vilja játa aðild að málinu að miklu eða einhverju leyti en orðalag í ákærunni gerði það að verkum að þeir gætu ekki játað brot sitt. Sá fjórði tók ekki afstöðu til málsins að svo stöddu. Boða nánari skýringar í greinargerðum Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, byrjaði á því að játa að hluta sök varðandi innflutninginn. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip svo orðið og áréttaði að hans maður neitaði sök hvað varðaði þann hluta málsins. Páll ræddi við dómara frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, boðaði að greinargerð yrði skilað varðandi þann þátt ákærunnar og skýrt nánar hvaða þátt ákæruliðsins Páll gengist við. Páli er gefið að sök peningaþvætti með því að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Páll neitaði sök í þeim hluta ákærunnar. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Daði sagðist hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Honum er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, boðaði greinargerð sem skýri nánar afstöðu Daða til ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Vilja frekari greiningu á efnum Jóhannes Páll Durr, 28 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann neitaði sök hvað við kemur innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Jóhannes var ákærður fyrir að hafa haft lítilræði af maríjúana og tæplega fjörutíu grömm af MDMA á sér þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Hann játaði sök en þó með fyrirvara um að magnið sem tilgreint væri í ákæru væri rétt. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann sagðist ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi hans, boðaði greinagerð þar sem tiltekin yrði afstaða Birgis til ákærunnar. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Lögmennirnir óskuðu allir eftir frekari fresti til að afla bankagagna og sömuleiðis eftir því að frekari greining yrði gerð á efnunum sem haldlögð voru. Að loknu samtali við verjendur var ákveðið að aðalmeðferð í málinu hæfist þann 5. janúar. Þá brýndi Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sérstaklega að sakborningarnir fjórir þyrftu allir að mæta í dómsal í aðalmeðferðinni. Milliþinghald verður í málinu þann 7. desember þar sem verjendur munu skila greinargerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Í gæsluvarðhaldi í á fjórða mánuð Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir í ágúst. Dómari spurði þá, hvern á fætur öðrum úr dómsal í morgun, hver afstaða þeirra væri til ákæruefnisins. Hvort þeir játuðu eða neituðu sök. Þrír þeirra neituðu að forminu til sök varðandi innflutning og peningaþvætti. Tveir þeirra virtust þó ýmist vilja játa aðild að málinu að miklu eða einhverju leyti en orðalag í ákærunni gerði það að verkum að þeir gætu ekki játað brot sitt. Sá fjórði tók ekki afstöðu til málsins að svo stöddu. Boða nánari skýringar í greinargerðum Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, byrjaði á því að játa að hluta sök varðandi innflutninginn. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip svo orðið og áréttaði að hans maður neitaði sök hvað varðaði þann hluta málsins. Páll ræddi við dómara frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, boðaði að greinargerð yrði skilað varðandi þann þátt ákærunnar og skýrt nánar hvaða þátt ákæruliðsins Páll gengist við. Páli er gefið að sök peningaþvætti með því að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Páll neitaði sök í þeim hluta ákærunnar. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Daði sagðist hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Honum er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, boðaði greinargerð sem skýri nánar afstöðu Daða til ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Vilja frekari greiningu á efnum Jóhannes Páll Durr, 28 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann neitaði sök hvað við kemur innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Jóhannes var ákærður fyrir að hafa haft lítilræði af maríjúana og tæplega fjörutíu grömm af MDMA á sér þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Hann játaði sök en þó með fyrirvara um að magnið sem tilgreint væri í ákæru væri rétt. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann sagðist ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi hans, boðaði greinagerð þar sem tiltekin yrði afstaða Birgis til ákærunnar. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Lögmennirnir óskuðu allir eftir frekari fresti til að afla bankagagna og sömuleiðis eftir því að frekari greining yrði gerð á efnunum sem haldlögð voru. Að loknu samtali við verjendur var ákveðið að aðalmeðferð í málinu hæfist þann 5. janúar. Þá brýndi Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sérstaklega að sakborningarnir fjórir þyrftu allir að mæta í dómsal í aðalmeðferðinni. Milliþinghald verður í málinu þann 7. desember þar sem verjendur munu skila greinargerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23