Tölum um samgöngukostnað Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun