Tölum um samgöngukostnað Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun