Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Isaac Humphries opnaði sig um samkynhneigð sína með liðsfélögum sínum. Skjáskot/Twitter Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna. Körfubolti Hinsegin Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna.
Körfubolti Hinsegin Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira