Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 21:39 Sverrir vinnur skallaeinvígi í leiknum í dag. KSÍ Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. „Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
„Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01
Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20