Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands Rut Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:30 Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun