Verður nautaat bannað í Frakklandi? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2022 16:00 Nautaat í Le Born í suðvestur-Frakklandi. Vacheron A/Getty Images Franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað. Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu. Frakkland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu.
Frakkland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira