Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. nóvember 2022 00:03 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45
Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03