Innlent

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins. Vísir/Mariam

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Um borð í rútunni voru á bilinu 20 til 30 farþegar að hans sögn. Stór hluti þeirra hefur þegið áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir að hafa orðið vitni að slysinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×