Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Siggeir Ævarsson skrifar 21. nóvember 2022 20:25 Taiwo Badmus átti frábæran leik fyrir Stólana í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Grindavík tók á móti Tindastóli í Subway-deild karla suður með sjó í kvöld. Grindvíkingar hafa gengið í gegnum töluverðar mannabreytingar fyrstu vikur mótsins og mættu fáliðaðir til leiks í kvöld, aðeins einn erlendur leikmaður í búning, Valdas Vasylius. Aðrir annaðhvort í banni, hættir eða ekki komnir með leikheimild. Stólarnir hafa ekki byrjað mótið eins og þeir hefðu helst óskað, aðeins tveir sigrar komnir í sarpinn fyrir leik kvöldsins. Þeir hafa einnig verið að glíma við töluverð meiðsli en það voru allir lykilmenn leikfærir í kvöld. Fyrirfram bjuggust sennilega flestir við að það yrði á brattann að sækja fyrir heimamenn, með einn miðherja í hóp og engan leikstjórnanda. Það tók ekki langan tíma að raungerast, en um leið og Grindvíkingar fóru að gera skiptingar tóku gestirnir af skarið, og leiddu með 11 stigum í hálfleik. Grindvíkingar þurftu að hafa mikið fyrir flestum sínum stigum og áttu sömuleiðis í bullandi vandræðum varnarmegin, oft að dekka miklu stærri og þyngri leikmenn, svokallað „mis-match“ í vörninni trekk í trekk. Grindvíkingar voru þó ekki á því að leggja árar í bát og sýndu hið margfræga „Grindavíkurhjarta“ í þriðja leikhluta sem þeir unnu 27-14. Leikur sem virtist vera nánast formsatriði fyrir gestina breyttist á 10 mínútum í hörkuslag og það var ekki fyrr en rétt undir lokin sem Stólarnir náðu að loka þessu. Stóru skotin þeirra duttu og Grindvíkingar settu aðeins 2 stig á síðustu 5 mínútunum. Það verður þó að gefa heimamönnum risastóran plús fyrir baráttuna og viljann í kvöld. Með smá heppni í skotum hefðu þeir tekið sigurinn en þeir geta sennilega gengið nokkuð sáttir frá borði, í bland við nett svekkelsi að hafa ekki klárað þetta eftir að hafa krafsað sig aftur inn í leikinn með ótrúlegri baráttu. Af hverju vann Tindastóll? Þeir bognuðu en brotnuðu ekki þegar á hólminn var komið. Héldu áfram þrátt fyrir að missa leikinn nánast úr höndum sér og kláruðu lokasprettinn mjög sterkt. Sennilega voru Grindvíkingar orðnir ansi þreyttir, en þeirra mikilvægustu menn þurftu að eyða gríðarlegri orku í að koma þeim aftur inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindavík var hinn 39 ára Valdas Vasylius öflugur og lét það ekki eftir sér að spila rúmlega korteri meira í kvöld en að meðaltali í vetur. Valdas endaði stigahæstur heimamanna með 23 stig, bætti við 11 fráköstum og 4 stoðsendingum. Baráttuandi hans var til fyrirmyndar í kvöld en hann fiskaði 9 villur og lét vel finna fyrir sér undir körfunni. Enginn sýndi þó meiri baráttu og vilja en fyrirliði Grindvíkinga, Ólafur Ólafsson, sem skoraði nokkrar ævintýralegar körfur eftir mikið klafs, endaði með 20 stig og 11 fráköst. Hjá gestunum varð Hassan Badmus stigahæstur með 23 stig, en a.m.k. 6 þeirra komu eftir svakalegar troðslur í hraðaupphlaupum. Þá var Drungilas sjóðheitur fyrir utan, 3/4 í þristum, og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Hvað gekk illa? Aftur gekk Stólunum illa að telja erlenda leikmenn inni á vellinum, en á einum tímapunkti voru þeir fjórir inná í einu. Til allrar hamingju fyrir þá var boltinn ekki í leik og þeir náðu að taka leikhlé og leiðrétta talninguna. Hvað gerist næst? Stólarnir eru þá komnir með 3 sigra og vonandi róast körfuboltafjölskyldan í Skagafirði eitthvað við þessi úrslit. Það er leikið þétt núna eftir landsleikjahlé, Grindavík eiga leik í Garðabænum á fimmtudag en Stólarnir taka á móti Blikum sama kvöld. Þegar allt kemur til alls fannst mér við verðskulda þennan sigur í leik sem hefði í raun getað farið á hvorn veginn sem er Vladimir Anzulovic er í dag þjálfari TIndastóls. Vladimir Anzulovic þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok. Hann hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra baráttu og undirbúning, og sagði að það hefði í raun alls ekki verið ósanngjarnt ef heimamenn hefðu náð að næla í sigurinn. „Við áttum góðan fyrri hálfleik sóknarlega, en vörnin var ekki góð heilt yfir. Ég verð að hrósa Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu, bæði leikmönnum og þjálfurum. Þeir voru vel undirbúnir og spiluðu leikinn með hjartanu og komu okkur í tóm vandræði á köflum. En þegar allt kemur til alls fannst mér við verðskulda þennan sigur í leik sem hefði í raun getað farið á hvorn veginn sem er og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef þeir hefðu unnið.“ Það kom upp áhugavert atvik í þriðja leikhluta þar sem Tindastólsmenn voru allt í einu með fjóra erlenda leikmenn inni á vellinum. Eins og frægt er orðið kom sama staða upp í bikarnum um daginn sem endaði með því að sigurinn var dæmdur af Tindastóli. Vladimir gaf lítið fyrir þetta og sagði að þetta væri ekkert vandamál. „Nei nei. Það var leikhlé og ekkert vandamál.“ Til allrar hamingju fyrir Stólana þá var einhver að telja hausa og þeir náðu að redda sér fyrir horn. En sigur niðurstaðan, sem hlýtur að lyfta andanum í Skagafirði? „Já sannarlega. Við höfum verið að æfa vel og það er góður andi í hópnum. En eins og ég sagði fyrir leik, þá erum við ekki komnir í takt og við þurfum einhvern tíma til að komast í takt. Þessi sigur mun hjálpa okkur við það.“ Mín tölfræði skiptir engu máli Valdas Vasylius [fyrir miðju] í leik með Grindavík.Vísir/Daníel Þór Hinn 39 ára Valdas Vasylius var dauðuppgefinn eftir leik. Hann gaf lítið fyrir sína frammistöðu, tölfræðin hans skiptir engu máli í tapleik, og hann vill bara setja sigur á töfluna. En hversu þreyttur var Valdas í leikslok? „Mjög þreyttur. En við börðumst af hörku og reyndum að gefa þeim leik allt til loka. En við töpuðum hér gegn mjög góðu liði. Ég er mjög stoltur af strákunum sem sýndu frábæra baráttu hér í kvöld.“ 23 stig og 11 fráköst frá Valdas í kvöld, er þetta tölfræði sem hann getur sett á blað í hverjum leik? „Mín tölfræði skiptir engu máli, ég er ekki í þessu fyrir tölfræðina. Það sem skiptir mig mestu máli er að vinna. Tölfræðin skiptir engu máli núna.“ „Við erum náttúrulega án tveggja leikmanna, Gaios og nýja leikstjórnandans. Við söknuðum þeirra og þeir hefðu hjálpað okkur í þessum leik. En við spilum auðvitað bara úr þeim spilum sem við höfum á hendi hverju sinni. Við spiluðum án þeirra tveggja í kvöld og kannski er það ein ástæða þess að við náðum ekki að loka þessu í kvöld.“ Það er stutt í næsta leik, hvernig ætlar Valdas að hlaða batterín á svona stuttum tíma? „Létt æfing á morgun, þrír dagar er flenninóg, ég verð fínn.“ Kaldi potturinn og íbúfen kannski líka? „Já kaldi potturinn, góður kvöldmatur og kannski smá íbúfen og ég verð klár í slaginn.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Grindavík tók á móti Tindastóli í Subway-deild karla suður með sjó í kvöld. Grindvíkingar hafa gengið í gegnum töluverðar mannabreytingar fyrstu vikur mótsins og mættu fáliðaðir til leiks í kvöld, aðeins einn erlendur leikmaður í búning, Valdas Vasylius. Aðrir annaðhvort í banni, hættir eða ekki komnir með leikheimild. Stólarnir hafa ekki byrjað mótið eins og þeir hefðu helst óskað, aðeins tveir sigrar komnir í sarpinn fyrir leik kvöldsins. Þeir hafa einnig verið að glíma við töluverð meiðsli en það voru allir lykilmenn leikfærir í kvöld. Fyrirfram bjuggust sennilega flestir við að það yrði á brattann að sækja fyrir heimamenn, með einn miðherja í hóp og engan leikstjórnanda. Það tók ekki langan tíma að raungerast, en um leið og Grindvíkingar fóru að gera skiptingar tóku gestirnir af skarið, og leiddu með 11 stigum í hálfleik. Grindvíkingar þurftu að hafa mikið fyrir flestum sínum stigum og áttu sömuleiðis í bullandi vandræðum varnarmegin, oft að dekka miklu stærri og þyngri leikmenn, svokallað „mis-match“ í vörninni trekk í trekk. Grindvíkingar voru þó ekki á því að leggja árar í bát og sýndu hið margfræga „Grindavíkurhjarta“ í þriðja leikhluta sem þeir unnu 27-14. Leikur sem virtist vera nánast formsatriði fyrir gestina breyttist á 10 mínútum í hörkuslag og það var ekki fyrr en rétt undir lokin sem Stólarnir náðu að loka þessu. Stóru skotin þeirra duttu og Grindvíkingar settu aðeins 2 stig á síðustu 5 mínútunum. Það verður þó að gefa heimamönnum risastóran plús fyrir baráttuna og viljann í kvöld. Með smá heppni í skotum hefðu þeir tekið sigurinn en þeir geta sennilega gengið nokkuð sáttir frá borði, í bland við nett svekkelsi að hafa ekki klárað þetta eftir að hafa krafsað sig aftur inn í leikinn með ótrúlegri baráttu. Af hverju vann Tindastóll? Þeir bognuðu en brotnuðu ekki þegar á hólminn var komið. Héldu áfram þrátt fyrir að missa leikinn nánast úr höndum sér og kláruðu lokasprettinn mjög sterkt. Sennilega voru Grindvíkingar orðnir ansi þreyttir, en þeirra mikilvægustu menn þurftu að eyða gríðarlegri orku í að koma þeim aftur inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindavík var hinn 39 ára Valdas Vasylius öflugur og lét það ekki eftir sér að spila rúmlega korteri meira í kvöld en að meðaltali í vetur. Valdas endaði stigahæstur heimamanna með 23 stig, bætti við 11 fráköstum og 4 stoðsendingum. Baráttuandi hans var til fyrirmyndar í kvöld en hann fiskaði 9 villur og lét vel finna fyrir sér undir körfunni. Enginn sýndi þó meiri baráttu og vilja en fyrirliði Grindvíkinga, Ólafur Ólafsson, sem skoraði nokkrar ævintýralegar körfur eftir mikið klafs, endaði með 20 stig og 11 fráköst. Hjá gestunum varð Hassan Badmus stigahæstur með 23 stig, en a.m.k. 6 þeirra komu eftir svakalegar troðslur í hraðaupphlaupum. Þá var Drungilas sjóðheitur fyrir utan, 3/4 í þristum, og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Hvað gekk illa? Aftur gekk Stólunum illa að telja erlenda leikmenn inni á vellinum, en á einum tímapunkti voru þeir fjórir inná í einu. Til allrar hamingju fyrir þá var boltinn ekki í leik og þeir náðu að taka leikhlé og leiðrétta talninguna. Hvað gerist næst? Stólarnir eru þá komnir með 3 sigra og vonandi róast körfuboltafjölskyldan í Skagafirði eitthvað við þessi úrslit. Það er leikið þétt núna eftir landsleikjahlé, Grindavík eiga leik í Garðabænum á fimmtudag en Stólarnir taka á móti Blikum sama kvöld. Þegar allt kemur til alls fannst mér við verðskulda þennan sigur í leik sem hefði í raun getað farið á hvorn veginn sem er Vladimir Anzulovic er í dag þjálfari TIndastóls. Vladimir Anzulovic þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok. Hann hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra baráttu og undirbúning, og sagði að það hefði í raun alls ekki verið ósanngjarnt ef heimamenn hefðu náð að næla í sigurinn. „Við áttum góðan fyrri hálfleik sóknarlega, en vörnin var ekki góð heilt yfir. Ég verð að hrósa Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu, bæði leikmönnum og þjálfurum. Þeir voru vel undirbúnir og spiluðu leikinn með hjartanu og komu okkur í tóm vandræði á köflum. En þegar allt kemur til alls fannst mér við verðskulda þennan sigur í leik sem hefði í raun getað farið á hvorn veginn sem er og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef þeir hefðu unnið.“ Það kom upp áhugavert atvik í þriðja leikhluta þar sem Tindastólsmenn voru allt í einu með fjóra erlenda leikmenn inni á vellinum. Eins og frægt er orðið kom sama staða upp í bikarnum um daginn sem endaði með því að sigurinn var dæmdur af Tindastóli. Vladimir gaf lítið fyrir þetta og sagði að þetta væri ekkert vandamál. „Nei nei. Það var leikhlé og ekkert vandamál.“ Til allrar hamingju fyrir Stólana þá var einhver að telja hausa og þeir náðu að redda sér fyrir horn. En sigur niðurstaðan, sem hlýtur að lyfta andanum í Skagafirði? „Já sannarlega. Við höfum verið að æfa vel og það er góður andi í hópnum. En eins og ég sagði fyrir leik, þá erum við ekki komnir í takt og við þurfum einhvern tíma til að komast í takt. Þessi sigur mun hjálpa okkur við það.“ Mín tölfræði skiptir engu máli Valdas Vasylius [fyrir miðju] í leik með Grindavík.Vísir/Daníel Þór Hinn 39 ára Valdas Vasylius var dauðuppgefinn eftir leik. Hann gaf lítið fyrir sína frammistöðu, tölfræðin hans skiptir engu máli í tapleik, og hann vill bara setja sigur á töfluna. En hversu þreyttur var Valdas í leikslok? „Mjög þreyttur. En við börðumst af hörku og reyndum að gefa þeim leik allt til loka. En við töpuðum hér gegn mjög góðu liði. Ég er mjög stoltur af strákunum sem sýndu frábæra baráttu hér í kvöld.“ 23 stig og 11 fráköst frá Valdas í kvöld, er þetta tölfræði sem hann getur sett á blað í hverjum leik? „Mín tölfræði skiptir engu máli, ég er ekki í þessu fyrir tölfræðina. Það sem skiptir mig mestu máli er að vinna. Tölfræðin skiptir engu máli núna.“ „Við erum náttúrulega án tveggja leikmanna, Gaios og nýja leikstjórnandans. Við söknuðum þeirra og þeir hefðu hjálpað okkur í þessum leik. En við spilum auðvitað bara úr þeim spilum sem við höfum á hendi hverju sinni. Við spiluðum án þeirra tveggja í kvöld og kannski er það ein ástæða þess að við náðum ekki að loka þessu í kvöld.“ Það er stutt í næsta leik, hvernig ætlar Valdas að hlaða batterín á svona stuttum tíma? „Létt æfing á morgun, þrír dagar er flenninóg, ég verð fínn.“ Kaldi potturinn og íbúfen kannski líka? „Já kaldi potturinn, góður kvöldmatur og kannski smá íbúfen og ég verð klár í slaginn.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti