Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 11:53 Guðni með spreybrúsann á lofti. Haraldur þykist vera hissa en um leikþátt þeirra félaga var að ræða. Vísir/Vilhelm „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira