Önnur Bob-skipti hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 14:55 Bob Chapek hafði stýrt Disney-skútunni í tæpt ár þegar honum var sagt upp í gær. Getty/Michael Buckner Stjórn Disney tilkynnti í gær að Bob Chapek, forstjóra, hefði verið sagt upp störfum. Í stað hans yrði Bob Iger, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður, ráðinn aftur til starfa. Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira