Önnur Bob-skipti hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 14:55 Bob Chapek hafði stýrt Disney-skútunni í tæpt ár þegar honum var sagt upp í gær. Getty/Michael Buckner Stjórn Disney tilkynnti í gær að Bob Chapek, forstjóra, hefði verið sagt upp störfum. Í stað hans yrði Bob Iger, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður, ráðinn aftur til starfa. Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira