Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 18:35 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram. Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram.
Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira