Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 18:35 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram. Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram.
Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira