Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 10:00 Norska liðið fagnar eftir sigurinn á því danska, 27-25, í úrslitaleik EM. epa/ANTONIO BAT Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira