Innlent

Róbert Wessmann tekinn af Mannlífi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Reynir Traustason segir nærtækt að álykt að hvarf fréttanna tengist úrskurði siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi gerst sekur um alvarleg brot með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann.
Reynir Traustason segir nærtækt að álykt að hvarf fréttanna tengist úrskurði siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi gerst sekur um alvarleg brot með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann. Vísir

Allar fréttir um Róbert Wessmann, eiganda lyfjafyrirtækisins Alvogen, eru horfnar af vef fjölmiðilsins Mannlíf. Halldór Kristmannsson, sem hefur átt í deilum við Róbert segir hvarf fréttanna ekki tengjast sátt milli hans og Róberts. 

Ríkisútvarpið greinir frá hvarfi fréttanna en í sumar var Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, fundinn sekur um alvarleg brot gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands, með umfjöllun sinni um Róbert.

Í kæru sinni til Blaðamannafélags tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs. Sagði hann miðillinn halda úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Þar sem Reynir hefði þegið fé af Halldóri taldi Siðanefnd að hann væri  vanhæfur til að skrifa um Róbert.

Sættir náðust milli Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Á meðan Róbert og Halldór áttu í deilum tóku þeir báðir þátt í fjármögnun fjölmiðla. Lagði Róbert miðlinum 24.is til fé og Halldór Mannlífi. Halldór segir í samtali við RÚV að hvarf fréttanna tengist ekki sættum þeirra Róberts.

Reynir Traustason segir hins vegar nærtækt að álykta að hvarf fréttanna tengist útistöðum hans við Blaðamannafélag Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×