Fótbolti

Dag­ný skoraði og Gló­dís Perla hélt hreinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir getur ekki hætt að skora.
Dagný Brynjarsdóttir getur ekki hætt að skora. Alex Burstow/Getty Images

Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Dagný var á sínum stað í byrjunarliði West Ham sem tók á móti liði Birmingam í dag. Kate Longhurst kom Hömrunum yfir í fyrri hálfleik og Dagný gerði út um leikinn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka með marki af vítapunktinum.

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Dagný kláraði þó ekki leikinn þar sem hún var tekin af velli þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks.

Eftir sigur dagsins er West Ham á toppi B-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki. Ásamt West Ham og Birmingham eru Brighton & Hove Albion og London City Lionesses í C-riðli.

Bayern varð að vinna til að halda í við meistara Wolfsburg og gerði það með einkar fagmannlegri frammistöðu. Lina Magull kom Bayern yfir í fyrri hálfleik og ungstirnið Franziska Kett tryggði sigurinn með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Lokatölur 2-0 og Bayern nú með 19 stig í 3. sæti, fimm stigum minna en Wolfsburg sem trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×