„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2022 13:33 Bubbi er furðu lostinn vegna harðs dóms sem féll yfir ungum manni sem ræktaði 15 kannabisplöntur í íbúðarhúsi á Akureyri. Hann telur okkur á algjörum villigötum í stefnu í fíkniefnamálunum. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar. Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar.
Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09