Mótsagnir ríkisvaldsins í rekstri fangelsanna Egill Kristján Björnsson skrifar 29. nóvember 2022 08:02 Fjárlög og sú krafa að Fangelsismálastofnun haldi sig innan allt of þröngra fjárheimilda, gerir það að verkum að niðurskurður bitnar á starfsfólki og skjólstæðingum fangelsanna. Fangelsismálastofnun getur því ekki sinnt sinni lögbundnu skildu. Og það bitnar á samfélaginu öllu, þjónustunni, föngum og fangavörðum. Vandamálið í þessu kerfi er að það gengur ekki upp vegna fjársveltis. Það er í raun þversögn; að verða að framfylgja lögum og veita þjónustu en fjársvelta hana um leið. Undarlegt að mönnum hafi dottið slíkt kerfi í hug og ekki áttað sig á því að slíkt kerfi gengur aldrei upp. Pólítíkin vinnur gegn sjálfri sér og samfélaginu um leið. Við erum öll þátttakendur í samfélaginu, líka þeir sem hanna svona kerfi. Ef eitthvað klikkar í vélinni þá mun eitthvað láta undan, það er ekki flókið. Fangelsið á Hólmsheiði tók til starfa árið 2016. Aðstaða fanga og starfsmanna batnaði til muna. Þrátt fyrir að nýtt fangelsi, sem er mun stærra og flóknara hús en þau gömlu sem tekin voru úr notkun, var haldið áfram að skera niður. Það er dýrara að reka stærra hús sem tekur fleiri fanga og kallar á fleiri starfsmenn. Dæmið gengur bara ekki upp. Starf fangavarða getur verið ansi strembið en það getur líka verið mjög gefandi. Það eru plúsar og mínusar eins og í svo mörgum öðrum störfum. Fullnustu refsinga er vandasamt verk og það þarf að taka tillit til margra þátta. Lagaumhverfið gerir ákveðnar kröfur á störf fangavarða og þeir eru bundnir lagalegum skyldum til að sjá til þess að fullnustu refsingar séu gerð góð skil. Hugmyndir manna um afplánun og betrun eru í stöðugri þróun. Sem betur fer erum við ekki stödd á sama stað og fyrir 50 árum í þeim efnum. Á síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á betrun og það er hægt að fullyrða að við höfum náð miklum árangri í þeirri vegferð. Í dag standa fangaverðir frammi fyrir nýjum veruleika þar sem ofbeldi gagnvart starfsfólki og öðrum föngum er nánast daglegt brauð. Á meðan hafa stjórnvöld farið í ítrekaðar niðurskurðaraðgerðir til málaflokksins frá árinu 2007. Það er gerð krafa um að fangaverðir haldi fullum dampi fyrir alltof lág laun með of fáu starfsfólki. Á árinu 2007 voru gerðir samningar um að laun fangavarða yrðu samanburðarhæf við aðra löggæsluhópa hjá ríkinu. Síðan þá hefur launum fangavarða kerfisbundið verið haldið niðri. Dæmið gengur bara ekki upp. Eins og segir hér að ofan hefur starfsumhverfið hjá fangavörðum á Hólmsheiði batnað töluvert. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja það sama um launaþróunina. Fangaverðir krefjast hærri launa fyrir sína vinnu. Þeir eru undir gríðarlegu álagi og fangelsin eru undirmönnuð, sem þýðir að álagið vex. Þá eru aðrir þættir sem stjórnvöld líta fram hjá; streita, tilfinningalegt og andlegt álag, ásamt líkamlegum árásum og hótunum um líflát. Fangaverðir eins og annað fólk og gerir sínar áætlanir út frá launum sínum. Laun þurfa að standast væntingar og ef þau gera það ekki eykst vandinn. Þá er krafan um aukið vinnuframlag endalaus af hálfu stjórnvalda – að leggja á sig meira vinnuframlag fyrir hlutfallslega stöðuga lækkun launa. Nú er gerð krafa um enn meiri niðurskurð. Fangaverðir eru búnir að eiga við stöðugan niðurskurð í mörg ár en á meðan hafa ytri aðstæður tekið miklum breytingum, eins og aukið ofbeldi og veikari einstaklingar sem koma í afplánun í fangelsin. Það verður að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi. Róðurinn er að þyngjast og við verðum að getað boðið góðu og traustu fólki almennilega vinnuaðstöðu og sanngjörn laun. Höfundur er fangavörður í fangelsinu á Hólmsheiði og félagi í Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjárlög og sú krafa að Fangelsismálastofnun haldi sig innan allt of þröngra fjárheimilda, gerir það að verkum að niðurskurður bitnar á starfsfólki og skjólstæðingum fangelsanna. Fangelsismálastofnun getur því ekki sinnt sinni lögbundnu skildu. Og það bitnar á samfélaginu öllu, þjónustunni, föngum og fangavörðum. Vandamálið í þessu kerfi er að það gengur ekki upp vegna fjársveltis. Það er í raun þversögn; að verða að framfylgja lögum og veita þjónustu en fjársvelta hana um leið. Undarlegt að mönnum hafi dottið slíkt kerfi í hug og ekki áttað sig á því að slíkt kerfi gengur aldrei upp. Pólítíkin vinnur gegn sjálfri sér og samfélaginu um leið. Við erum öll þátttakendur í samfélaginu, líka þeir sem hanna svona kerfi. Ef eitthvað klikkar í vélinni þá mun eitthvað láta undan, það er ekki flókið. Fangelsið á Hólmsheiði tók til starfa árið 2016. Aðstaða fanga og starfsmanna batnaði til muna. Þrátt fyrir að nýtt fangelsi, sem er mun stærra og flóknara hús en þau gömlu sem tekin voru úr notkun, var haldið áfram að skera niður. Það er dýrara að reka stærra hús sem tekur fleiri fanga og kallar á fleiri starfsmenn. Dæmið gengur bara ekki upp. Starf fangavarða getur verið ansi strembið en það getur líka verið mjög gefandi. Það eru plúsar og mínusar eins og í svo mörgum öðrum störfum. Fullnustu refsinga er vandasamt verk og það þarf að taka tillit til margra þátta. Lagaumhverfið gerir ákveðnar kröfur á störf fangavarða og þeir eru bundnir lagalegum skyldum til að sjá til þess að fullnustu refsingar séu gerð góð skil. Hugmyndir manna um afplánun og betrun eru í stöðugri þróun. Sem betur fer erum við ekki stödd á sama stað og fyrir 50 árum í þeim efnum. Á síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á betrun og það er hægt að fullyrða að við höfum náð miklum árangri í þeirri vegferð. Í dag standa fangaverðir frammi fyrir nýjum veruleika þar sem ofbeldi gagnvart starfsfólki og öðrum föngum er nánast daglegt brauð. Á meðan hafa stjórnvöld farið í ítrekaðar niðurskurðaraðgerðir til málaflokksins frá árinu 2007. Það er gerð krafa um að fangaverðir haldi fullum dampi fyrir alltof lág laun með of fáu starfsfólki. Á árinu 2007 voru gerðir samningar um að laun fangavarða yrðu samanburðarhæf við aðra löggæsluhópa hjá ríkinu. Síðan þá hefur launum fangavarða kerfisbundið verið haldið niðri. Dæmið gengur bara ekki upp. Eins og segir hér að ofan hefur starfsumhverfið hjá fangavörðum á Hólmsheiði batnað töluvert. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja það sama um launaþróunina. Fangaverðir krefjast hærri launa fyrir sína vinnu. Þeir eru undir gríðarlegu álagi og fangelsin eru undirmönnuð, sem þýðir að álagið vex. Þá eru aðrir þættir sem stjórnvöld líta fram hjá; streita, tilfinningalegt og andlegt álag, ásamt líkamlegum árásum og hótunum um líflát. Fangaverðir eins og annað fólk og gerir sínar áætlanir út frá launum sínum. Laun þurfa að standast væntingar og ef þau gera það ekki eykst vandinn. Þá er krafan um aukið vinnuframlag endalaus af hálfu stjórnvalda – að leggja á sig meira vinnuframlag fyrir hlutfallslega stöðuga lækkun launa. Nú er gerð krafa um enn meiri niðurskurð. Fangaverðir eru búnir að eiga við stöðugan niðurskurð í mörg ár en á meðan hafa ytri aðstæður tekið miklum breytingum, eins og aukið ofbeldi og veikari einstaklingar sem koma í afplánun í fangelsin. Það verður að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi. Róðurinn er að þyngjast og við verðum að getað boðið góðu og traustu fólki almennilega vinnuaðstöðu og sanngjörn laun. Höfundur er fangavörður í fangelsinu á Hólmsheiði og félagi í Sameyki.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun