Viltu spara milljón? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Seinustu misseri hef ég vakið athygli á sjálftöku fasteignasala og spáð fyrir um breytingar á fasteignamarkaðnum. Nú get ég hins vegar fullyrt að þær breytingar eru komnar og að dagar sjálftöku við fasteignasölu séu því liðnir, rétt eins og þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er kunnugt um. Hér ætla ég að fjalla stuttlega um þann breytta veruleika sem seljendur, kaupendur og fasteignasalar standa nú frammi fyrir, en ég tek skýrt fram að ég hef persónulega komið að því að skapa þann veruleika, enda á þeirri skoðun að menn eigi að leysa þau vandamál sem þeir sjá fremur en að kvarta eingöngu yfir þeim. Sjálfvirknivæðing fasteignasölumarkaðsins Stórt skilvirkni og framfara skref hefur verið stigið á fasteignasölumarkaðnum, en nú með nýrri þróun í hugbúnaði hefur umfang vinnu við sölu fasteigna minnkað verulega. Því er náð með því að nýta sjálfvirk samskipti við stofnanir og sjálfvirka skjalagerð í stað þess að mannshöndin annist verkin. En hvað þýðir það fyrir almenning, fasteignasala og samfélagið? Fyrir seljendur fasteigna liggja stærstu tækifærin í því að geta selt eigin fasteign með aðstoð tölvutækninnar í stað þess að styðjast við fasteignasala[1]. Þannig sparar seljandinn sér kaup á vægast sagt kostnaðarsamri sérfræðiþjónustu og á sama tíma losna kaupendur við sinn kostnað af fasteignsala. Þá eykst áhætta seljenda fasteigna ekki með þessari söluaðferð nema þá síður sé, enda einskorðast gott sem öll ágreiningsmál við fasteingasölu við ágreining milli seljenda og kaupanda án þess að fasteignasali beri neina ábyrgð, auk þess að núverandi uppsetning söluþóknanna fasteignasala er þannig háttað að mikil áhætta er á því að þeir vinni fremur að eigin hag en hag seljanda eða kaupanda (Sjá fyrri skrif mín: Hér , hér , hér og hér). En er þar með sagt að dagar allra fasteignasala séu taldir? Alls ekki. Séðir fasteignasalar munu bregðast við breyttum tímum með því að taka þátt í breytingunum. Þannig minnkar umfang vinnu þeirra verulega og þeir geta einbeitt sér að því að veita þá sérfræðiþekkingu sem sker þá úr hópnum í staðinn, og þar sem umfang vinnu þeirra minnkar verulega geta þeir verðlagt þjónustu sína á samkeppnishæfari máta. Þannig lifa séðir fasteignasalar áfram góðu lífi en á sama tíma vænkast hagur þeirra seljanda sem kjósa áfram að kaupa þjónustu fasteignasala, þó ekki til jafns við aukin hag þeirra sem kjósa að selja sjálfir. Allir græða og engin tapar? Starf fasteignasala felur í sér ýmis sérfræðistörf en jafnframt mikið af almennri handavinnu. Margir íslenskir fasteignasalar starfa svo hjá fasteignasölum sem taka væna sneið af tekjum þeirra gegn því að annast hluta þessarar almennu handavinnu og mögulega veita þeim aðgang að ýmsum fasteignasala forritum og eða annarri þjónustu eftir atvikum. Nú er tæknin hins vegar orðin þannig að gott sem allri almennri handavinnu fasteignasala hefur verið útrýmt og þeim veitt öll tól sem þarf til að sinna fasteignasölu á skilvirkara og einfaldara formi en þekkst hefur hingað til. Í reynd má segja að hvaða löggildi fasteignasali sem er sem hefur aðgang að tölvu geti nú starfrækt eigin fasteignasölu án fasts kostnaðar og án þess að annar fasteignasali hirði stóran hluta teknanna. Spurningin sem þessir fasteignasalar standa frammi er því einföld: Hvort vilt þú að tekjurnar sem þú aflar renni í þinn vasa eða vasa einhvers annars? En ekki geta allir grætt á markaðsbreytingum sem þessum. Ljóst er að seljendur og kaupendur fasteigna eru að fara græða verulega. Sömuleiðis græðir samfélagið á aukinni skilvirkni og þannig aukinni framleiðslugetu. Þá munu fasteignasalarnir sem kjósa að breytast með breyttum tímum og kjósa að fá stærri hluta teknanna sem þeir afla í eigin vasa einnig græða. En hætt er við því að þeir fasteignasalar sem hafa sínar tekjur af tekjuöflun annarra fasteignasala, sem og þeir aðilar sem hafa viðhaldið fákeppni og verðsamráði öllum nema sjálfum sér í óhag árum saman séu að fara borga brúsann. Höfundur fagnar endalokum sjálftökunnar á fasteignasölumarkaði. [1]Það kann ef til vill að koma ýmsum á óvart að hverjum sem er sé heimilt að selja eigin fasteign. Raunin er þó sú að löggiltir fasteignasalar mega einir annast milligöngu með sölu fasteigna en einstaklingum er frjálst að selja eigin fasteign án milligöngu. Nýjungin hér er því að það sé raunhæfur kostur fyrir almenning að selja eigin fasteign án þess að sökkva sér djúpt í hvernig sölu fasteigna er háttað. Dæmi um sölu á eigin fasteign sem margir þekkja eflaust er að hjón gætu fært (selt) fasteignir á milli sín án fasteignasala en kannski fengið lögfræðing til að annast skjalagerð. Þarna átti sér vissulega stað sala milli tveggja aðila, sennilega bara undir hefðbundu kaupverði. Nú hins vegar þyrfti ekki lögfræðinginn lengur fyrir slík sölu, né fyrir mun almennari sölu til óþekkts aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Seinustu misseri hef ég vakið athygli á sjálftöku fasteignasala og spáð fyrir um breytingar á fasteignamarkaðnum. Nú get ég hins vegar fullyrt að þær breytingar eru komnar og að dagar sjálftöku við fasteignasölu séu því liðnir, rétt eins og þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er kunnugt um. Hér ætla ég að fjalla stuttlega um þann breytta veruleika sem seljendur, kaupendur og fasteignasalar standa nú frammi fyrir, en ég tek skýrt fram að ég hef persónulega komið að því að skapa þann veruleika, enda á þeirri skoðun að menn eigi að leysa þau vandamál sem þeir sjá fremur en að kvarta eingöngu yfir þeim. Sjálfvirknivæðing fasteignasölumarkaðsins Stórt skilvirkni og framfara skref hefur verið stigið á fasteignasölumarkaðnum, en nú með nýrri þróun í hugbúnaði hefur umfang vinnu við sölu fasteigna minnkað verulega. Því er náð með því að nýta sjálfvirk samskipti við stofnanir og sjálfvirka skjalagerð í stað þess að mannshöndin annist verkin. En hvað þýðir það fyrir almenning, fasteignasala og samfélagið? Fyrir seljendur fasteigna liggja stærstu tækifærin í því að geta selt eigin fasteign með aðstoð tölvutækninnar í stað þess að styðjast við fasteignasala[1]. Þannig sparar seljandinn sér kaup á vægast sagt kostnaðarsamri sérfræðiþjónustu og á sama tíma losna kaupendur við sinn kostnað af fasteignsala. Þá eykst áhætta seljenda fasteigna ekki með þessari söluaðferð nema þá síður sé, enda einskorðast gott sem öll ágreiningsmál við fasteingasölu við ágreining milli seljenda og kaupanda án þess að fasteignasali beri neina ábyrgð, auk þess að núverandi uppsetning söluþóknanna fasteignasala er þannig háttað að mikil áhætta er á því að þeir vinni fremur að eigin hag en hag seljanda eða kaupanda (Sjá fyrri skrif mín: Hér , hér , hér og hér). En er þar með sagt að dagar allra fasteignasala séu taldir? Alls ekki. Séðir fasteignasalar munu bregðast við breyttum tímum með því að taka þátt í breytingunum. Þannig minnkar umfang vinnu þeirra verulega og þeir geta einbeitt sér að því að veita þá sérfræðiþekkingu sem sker þá úr hópnum í staðinn, og þar sem umfang vinnu þeirra minnkar verulega geta þeir verðlagt þjónustu sína á samkeppnishæfari máta. Þannig lifa séðir fasteignasalar áfram góðu lífi en á sama tíma vænkast hagur þeirra seljanda sem kjósa áfram að kaupa þjónustu fasteignasala, þó ekki til jafns við aukin hag þeirra sem kjósa að selja sjálfir. Allir græða og engin tapar? Starf fasteignasala felur í sér ýmis sérfræðistörf en jafnframt mikið af almennri handavinnu. Margir íslenskir fasteignasalar starfa svo hjá fasteignasölum sem taka væna sneið af tekjum þeirra gegn því að annast hluta þessarar almennu handavinnu og mögulega veita þeim aðgang að ýmsum fasteignasala forritum og eða annarri þjónustu eftir atvikum. Nú er tæknin hins vegar orðin þannig að gott sem allri almennri handavinnu fasteignasala hefur verið útrýmt og þeim veitt öll tól sem þarf til að sinna fasteignasölu á skilvirkara og einfaldara formi en þekkst hefur hingað til. Í reynd má segja að hvaða löggildi fasteignasali sem er sem hefur aðgang að tölvu geti nú starfrækt eigin fasteignasölu án fasts kostnaðar og án þess að annar fasteignasali hirði stóran hluta teknanna. Spurningin sem þessir fasteignasalar standa frammi er því einföld: Hvort vilt þú að tekjurnar sem þú aflar renni í þinn vasa eða vasa einhvers annars? En ekki geta allir grætt á markaðsbreytingum sem þessum. Ljóst er að seljendur og kaupendur fasteigna eru að fara græða verulega. Sömuleiðis græðir samfélagið á aukinni skilvirkni og þannig aukinni framleiðslugetu. Þá munu fasteignasalarnir sem kjósa að breytast með breyttum tímum og kjósa að fá stærri hluta teknanna sem þeir afla í eigin vasa einnig græða. En hætt er við því að þeir fasteignasalar sem hafa sínar tekjur af tekjuöflun annarra fasteignasala, sem og þeir aðilar sem hafa viðhaldið fákeppni og verðsamráði öllum nema sjálfum sér í óhag árum saman séu að fara borga brúsann. Höfundur fagnar endalokum sjálftökunnar á fasteignasölumarkaði. [1]Það kann ef til vill að koma ýmsum á óvart að hverjum sem er sé heimilt að selja eigin fasteign. Raunin er þó sú að löggiltir fasteignasalar mega einir annast milligöngu með sölu fasteigna en einstaklingum er frjálst að selja eigin fasteign án milligöngu. Nýjungin hér er því að það sé raunhæfur kostur fyrir almenning að selja eigin fasteign án þess að sökkva sér djúpt í hvernig sölu fasteigna er háttað. Dæmi um sölu á eigin fasteign sem margir þekkja eflaust er að hjón gætu fært (selt) fasteignir á milli sín án fasteignasala en kannski fengið lögfræðing til að annast skjalagerð. Þarna átti sér vissulega stað sala milli tveggja aðila, sennilega bara undir hefðbundu kaupverði. Nú hins vegar þyrfti ekki lögfræðinginn lengur fyrir slík sölu, né fyrir mun almennari sölu til óþekkts aðila.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar