Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989.
Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi.
Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld.
„Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing.