Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 14:01 Gunnar Magnússon var hundóánægður með varnarleik sinna manna, eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira