Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2022 11:31 Rasmus Tantholdt (t.v.) og einn írönsku mótmælendanna sem ráðist var að. Vísir/Samsett Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti