Brjálað að gera í des? Friðrik Agni Árnason skrifar 1. desember 2022 08:30 Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Jól Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun