Frelsið til þess að ráða eigin málum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. desember 2022 11:31 Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun