Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Stefán Snær Ágústsson skrifar 1. desember 2022 23:00 Helgi Már Magnússon er þjálfari KR. Hann þarf að finna lausn á vandamálum liðsins og það fljótt ef ekki á illa að fara. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“ Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“
Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15