Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 23:30 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira