Innlent

Fundað til mið­nættis í kvöld og meira á morgun

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ríkissáttasemjari segir aðstæður flóknar en kveðst ánægður með vinnu samninganefnda.
Ríkissáttasemjari segir aðstæður flóknar en kveðst ánægður með vinnu samninganefnda. Vísir/Vilhelm

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að fundarhöld Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins muni standa til um það bil miðnættis í kvöld. 

Búið sé að ákveða að fundur verði klukkan 14:00 á morgun ásamt samfloti iðn- og tæknifólks en skipulagið nái ekki lengra í bili.

Aðspurður hvernig hljóðið sé í fólki segir Aðalsteinn viðræðurnar vera flóknar.

„Þetta eru erfiðar og flóknar viðræður og ýmislegt í okkar aðstæðum sem að gerir það krefjandi að finna lausnir. Ég er mjög ánægður með þá miklu vinnu sem samninganefndirnar leggja á sig eins og sést á því að við fundum til miðnættis,“ segir Aðalsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×