Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um ránið klukkan 19:12 í gærkvöldi. Engar upplýsingar eru um hvort að ræninginn hafi ógnað starfsfólki verslunarinnar eða viðskiptavinum í dagbókarfærslunni.
Tilkynnt var um þjófnað frá veitingastað í miðborginni klukkan hálf tvö í nótt. Yfirhöfn með nýlegum farsíma var stolið frá gesti en verðmæti þýfisins var sagt nema rúmum 400.000 krónum.
Í Kópavogi voru tveir menn stöðvaðir fyrir að taka vörur ófrjálsri hendi úr íþróttaverslun klukkan 17:18 í gær. Vörunum var skilað.