„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Sólveig Anna segir nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins vonbrigði og ekki ná markmiðum sem Efling gæti sætt sig við. Vísir/Vilhelm Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08
„Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum