Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2022 20:05 Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands við fallegan blómvönd frá Espiflöt í Bláskógabyggð en svona blómvendi er verið að selja á meðan átakið stendur yfir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi Árborg Mannréttindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi
Árborg Mannréttindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira