Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 11:00 Erlingur Richardsson og Eyjastrákarnir hans eru í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24