María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 13:12 María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Sigurjón María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. Hún segir frá þessu í bréfi til samstarfsmanna sinna. Stundin greindi fyrst frá. Uppsagnarbréfið sendi hún Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á miðvikudaginn í síðustu viku en tilkynnti starfsmönnum Sjúkratrygginga í morgun. María hefur starfað sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands undanfarin fjögur ár. Hún tók við af Steingrími Ara Arasyni í nóvember árið 2018. Árin 2010 til 2018 stýrði hún fjármálum Landspítalans. Sjúkratryggingar hafa verið gagnrýnar á vanfjármögnun frá íslenska ríkinu en í haust sendi María bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis. Í bréfinu segir hún fjárlagafrumvarp Alþingis leiða til stórskerðingar á þjónustu Sjúkratrygginga við landsmenn. Í bréfi Maríu til starfsmanna segir hún fjárveitingar til stofnunarinnar hafa lækkað síðan árið 2018 ef reiknað er á föstu verðlagi. Hér fyrir neðan má sjá bréfið sem María sendi starfsmönnum Sjúkratrygginga í heild sinni. Kæra samstarfsfólk, nú eru fjögur ár síðan ég kom hér til starfa. Hef notið hvers dags í samstarfi við ykkur þótt það hafi verið ýmsar brekkur á leiðinni. Okkur hefur líka tekist margt býsna vel. Sett hefur verið langtímastefna (í fyrsta sinn frá stofnun SÍ), skipulag endurskoðað í kjölinn og bætt að mestu úr þeim alvarlegu veikleikum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2018 (”Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu”), m.a. með stofnun hagdeildar og eftirlitsdeildar. Staða upplýsingatæknimála hefur tekið stakkaskiptum: Í byrjun starfs míns lágu fyrir tvær úttektir á stöðu þessa málaflokks sem allar voru mjög neikvæðar. Í dag hefur verið byggt upp öflugt upplýsingatæknisvið, ráðist í stórfelldar umbætur á öryggismálum, vefurinn endurgerður og gagnvirk birting gagna hafin, stafræn samskipti við veitendur og notendur þjónustu byggð upp og fyrstu áfangar vöruhúss gagna teknir í notkun. Sett hefur verið stefna um upplýsingatækni og öryggismál og unnið markvisst að innleiðingu stjórnkerfis upplýsingaöryggis.Skjalaumsýsla og þjónustuferlar eru í endurskoðun samhliða gerð þjónustustefnu og endurskoðun gæðamála. Byggt hefur verið upp samstarf við lykilaðila á heibrigðissviði og helstu notendasamtök. Starfsumhverfi hefur verið bætt á fjölmarga vegu og starfsánægja hefur aldrei mælst hærri þó svo enn sé nokkuð í land, ekki síst hvað ánægju með laun varðar. Framleiðni hefur stóraukist hvort sem litið er til fjölda gerðra samninga, afgreiðslu umsókna eða þjónustu á sviði hjálpartækja. Í þessi fjögur ár hef ég unnið að því að draga meira fé til þessarar stofnunar – annars vegar til þess að hún geti sinnt sínum verkefnum skv lögum en hins vegar til þess að hún geti boðið samkeppnishæf laun. Við viljum að sjúkratryggingar séu eftirsóttur vinnustaður vegna spennandi verkefna, góðs starfsanda og frábærs vinnuumhverfis og við viljum geta borgað laun í samræmi við það sem gerist annars staðar og í samræmi við ábyrgð og álag. Það er skemmst frá því að segja að mér hefur ekki tekist að styrkja rekstrargrunn stofnunarinnar – fastar fjárveitingar til okkar í dag eru beinlínis lægri á föstu verðlagi heldur en árið 2018 og við vitum öll hve mörg ný verkefni hafa bæst við hjá okkur á þeim árum sem liðin eru síðan þá. Fyrir hönd stofnunarinnar ber ég ábyrgð á þessari stöðu og hlýt að axla hana. Ég hef því sagt upp starfi mínu sem forstjóri. Uppsögnin tók gildi 1.desember. Það var mjög erfið ákvörðun – því eins og ég sagði þá hef ég sannarlega notið þess að starfa með ykkur öllum og hef gert það sem í mínu valdi stendur til að efla þessa stofnun með hjálp ykkar allra. Það hefur hins vegar ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum. Ég ætla ekki að kveðja ykkur núna – við skulum halda áfram að njóta aðventunnar, hún er svo notaleg hér hjá Sjúkratryggingum Kær kveðja María Stjórnsýsla Vistaskipti Heilbrigðismál Tryggingar Félagsmál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. 30. nóvember 2022 21:00 Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00 Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu 1. maí 2022 13:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Hún segir frá þessu í bréfi til samstarfsmanna sinna. Stundin greindi fyrst frá. Uppsagnarbréfið sendi hún Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á miðvikudaginn í síðustu viku en tilkynnti starfsmönnum Sjúkratrygginga í morgun. María hefur starfað sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands undanfarin fjögur ár. Hún tók við af Steingrími Ara Arasyni í nóvember árið 2018. Árin 2010 til 2018 stýrði hún fjármálum Landspítalans. Sjúkratryggingar hafa verið gagnrýnar á vanfjármögnun frá íslenska ríkinu en í haust sendi María bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis. Í bréfinu segir hún fjárlagafrumvarp Alþingis leiða til stórskerðingar á þjónustu Sjúkratrygginga við landsmenn. Í bréfi Maríu til starfsmanna segir hún fjárveitingar til stofnunarinnar hafa lækkað síðan árið 2018 ef reiknað er á föstu verðlagi. Hér fyrir neðan má sjá bréfið sem María sendi starfsmönnum Sjúkratrygginga í heild sinni. Kæra samstarfsfólk, nú eru fjögur ár síðan ég kom hér til starfa. Hef notið hvers dags í samstarfi við ykkur þótt það hafi verið ýmsar brekkur á leiðinni. Okkur hefur líka tekist margt býsna vel. Sett hefur verið langtímastefna (í fyrsta sinn frá stofnun SÍ), skipulag endurskoðað í kjölinn og bætt að mestu úr þeim alvarlegu veikleikum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2018 (”Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu”), m.a. með stofnun hagdeildar og eftirlitsdeildar. Staða upplýsingatæknimála hefur tekið stakkaskiptum: Í byrjun starfs míns lágu fyrir tvær úttektir á stöðu þessa málaflokks sem allar voru mjög neikvæðar. Í dag hefur verið byggt upp öflugt upplýsingatæknisvið, ráðist í stórfelldar umbætur á öryggismálum, vefurinn endurgerður og gagnvirk birting gagna hafin, stafræn samskipti við veitendur og notendur þjónustu byggð upp og fyrstu áfangar vöruhúss gagna teknir í notkun. Sett hefur verið stefna um upplýsingatækni og öryggismál og unnið markvisst að innleiðingu stjórnkerfis upplýsingaöryggis.Skjalaumsýsla og þjónustuferlar eru í endurskoðun samhliða gerð þjónustustefnu og endurskoðun gæðamála. Byggt hefur verið upp samstarf við lykilaðila á heibrigðissviði og helstu notendasamtök. Starfsumhverfi hefur verið bætt á fjölmarga vegu og starfsánægja hefur aldrei mælst hærri þó svo enn sé nokkuð í land, ekki síst hvað ánægju með laun varðar. Framleiðni hefur stóraukist hvort sem litið er til fjölda gerðra samninga, afgreiðslu umsókna eða þjónustu á sviði hjálpartækja. Í þessi fjögur ár hef ég unnið að því að draga meira fé til þessarar stofnunar – annars vegar til þess að hún geti sinnt sínum verkefnum skv lögum en hins vegar til þess að hún geti boðið samkeppnishæf laun. Við viljum að sjúkratryggingar séu eftirsóttur vinnustaður vegna spennandi verkefna, góðs starfsanda og frábærs vinnuumhverfis og við viljum geta borgað laun í samræmi við það sem gerist annars staðar og í samræmi við ábyrgð og álag. Það er skemmst frá því að segja að mér hefur ekki tekist að styrkja rekstrargrunn stofnunarinnar – fastar fjárveitingar til okkar í dag eru beinlínis lægri á föstu verðlagi heldur en árið 2018 og við vitum öll hve mörg ný verkefni hafa bæst við hjá okkur á þeim árum sem liðin eru síðan þá. Fyrir hönd stofnunarinnar ber ég ábyrgð á þessari stöðu og hlýt að axla hana. Ég hef því sagt upp starfi mínu sem forstjóri. Uppsögnin tók gildi 1.desember. Það var mjög erfið ákvörðun – því eins og ég sagði þá hef ég sannarlega notið þess að starfa með ykkur öllum og hef gert það sem í mínu valdi stendur til að efla þessa stofnun með hjálp ykkar allra. Það hefur hins vegar ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum. Ég ætla ekki að kveðja ykkur núna – við skulum halda áfram að njóta aðventunnar, hún er svo notaleg hér hjá Sjúkratryggingum Kær kveðja María
Kæra samstarfsfólk, nú eru fjögur ár síðan ég kom hér til starfa. Hef notið hvers dags í samstarfi við ykkur þótt það hafi verið ýmsar brekkur á leiðinni. Okkur hefur líka tekist margt býsna vel. Sett hefur verið langtímastefna (í fyrsta sinn frá stofnun SÍ), skipulag endurskoðað í kjölinn og bætt að mestu úr þeim alvarlegu veikleikum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2018 (”Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu”), m.a. með stofnun hagdeildar og eftirlitsdeildar. Staða upplýsingatæknimála hefur tekið stakkaskiptum: Í byrjun starfs míns lágu fyrir tvær úttektir á stöðu þessa málaflokks sem allar voru mjög neikvæðar. Í dag hefur verið byggt upp öflugt upplýsingatæknisvið, ráðist í stórfelldar umbætur á öryggismálum, vefurinn endurgerður og gagnvirk birting gagna hafin, stafræn samskipti við veitendur og notendur þjónustu byggð upp og fyrstu áfangar vöruhúss gagna teknir í notkun. Sett hefur verið stefna um upplýsingatækni og öryggismál og unnið markvisst að innleiðingu stjórnkerfis upplýsingaöryggis.Skjalaumsýsla og þjónustuferlar eru í endurskoðun samhliða gerð þjónustustefnu og endurskoðun gæðamála. Byggt hefur verið upp samstarf við lykilaðila á heibrigðissviði og helstu notendasamtök. Starfsumhverfi hefur verið bætt á fjölmarga vegu og starfsánægja hefur aldrei mælst hærri þó svo enn sé nokkuð í land, ekki síst hvað ánægju með laun varðar. Framleiðni hefur stóraukist hvort sem litið er til fjölda gerðra samninga, afgreiðslu umsókna eða þjónustu á sviði hjálpartækja. Í þessi fjögur ár hef ég unnið að því að draga meira fé til þessarar stofnunar – annars vegar til þess að hún geti sinnt sínum verkefnum skv lögum en hins vegar til þess að hún geti boðið samkeppnishæf laun. Við viljum að sjúkratryggingar séu eftirsóttur vinnustaður vegna spennandi verkefna, góðs starfsanda og frábærs vinnuumhverfis og við viljum geta borgað laun í samræmi við það sem gerist annars staðar og í samræmi við ábyrgð og álag. Það er skemmst frá því að segja að mér hefur ekki tekist að styrkja rekstrargrunn stofnunarinnar – fastar fjárveitingar til okkar í dag eru beinlínis lægri á föstu verðlagi heldur en árið 2018 og við vitum öll hve mörg ný verkefni hafa bæst við hjá okkur á þeim árum sem liðin eru síðan þá. Fyrir hönd stofnunarinnar ber ég ábyrgð á þessari stöðu og hlýt að axla hana. Ég hef því sagt upp starfi mínu sem forstjóri. Uppsögnin tók gildi 1.desember. Það var mjög erfið ákvörðun – því eins og ég sagði þá hef ég sannarlega notið þess að starfa með ykkur öllum og hef gert það sem í mínu valdi stendur til að efla þessa stofnun með hjálp ykkar allra. Það hefur hins vegar ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll hennar til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður treysti ég mér því miður ekki til að bera ábyrgð á okkar mikilvægu verkefnum. Ég ætla ekki að kveðja ykkur núna – við skulum halda áfram að njóta aðventunnar, hún er svo notaleg hér hjá Sjúkratryggingum Kær kveðja María
Stjórnsýsla Vistaskipti Heilbrigðismál Tryggingar Félagsmál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. 30. nóvember 2022 21:00 Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00 Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu 1. maí 2022 13:05 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. 30. nóvember 2022 21:00
Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. 16. október 2022 22:00
Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu 1. maí 2022 13:05