Vill einbeita sér að samningum í stað þess að munnhöggvast við félaga sína Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. desember 2022 18:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin eftir deilur milli formanns Eflingar og formanns Starfsgreinasambandsins sorglega og eitthvað sem hann átti ekki von á. Sjálfur ætli hann ekki að taka afstöðu og munnhöggvast við félaga sína en er þó gagnrýninn á samning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór hörðum orðum um Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í gær eftir að hún gagnrýndi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins. Sagði hún launahækkanir þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og þær yrðu ekki fordæmisgefandi fyrir þeirra kröfur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur og Sólveig höfðu lengi vel ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, myndað ákveðið þríeyki í verkalýðsbaráttunni og því komu deilurnar mörgum á óvart. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Ragnar að staðan sem nú væri uppi væri óendanlega sorgleg. Hann hafi sjálfur ekki rætt við Vilhjálm frá því að deilurnar komu upp en ræddi við Sólveigu. Aðspurður um hvort það væri möguleiki á sáttum sagðist hann ekki vilja segja til um það. „Fyrir mér er þetta bara fyrst og fremst mjög sorgleg staða og ég er mjög sorgmæddur yfir þessu. Þetta er eitthvað sem maður átti kannski síst von á að myndi gerast, að sjá svona þessa atburðarás og hvernig hún hefur þróast,“ sagði Ragnar. Skilur þú Vilhjálm og reiði hans? „Ég ætla að hafa sem fæst orð um það. Auðvitað gæti maður alveg orðið reiður yfir hinu og þessu, og ég get alveg orðið reiður líka, en ég sé enga ástæðu til þess. Þetta er bara staðan sem komin upp og ég er með verkefni í fanginu sem þarf að leysa og ég ætla að einbeita mér fyrst og fremst að því í staðinn fyrir að vera munnhöggvast við félaga mína,“ sagði hann enn fremur. Tryggja þurfi aðhald með fyrirtækjunum Hvað samninginn Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðar sagðist Ragnar hafa orðið fyrir vonbrigðum með að hreyfingin hafi ekki farið á breiðari grunni varðandi aðra þætti. Mögulega hefði verið betra að Starfsgreinasambandið hefði beðið með að skrifa undir samninginn þar til aðrir væru komnir lengra. „Það hlýtur að blasa við fólki að eftir því sem hellist úr lestinni innan hreyfingarinnar og fleiri stíga út fyrir og geri kjarasamninga, þá minnkar möguleikinn okkar að ná nægilegum þrýstingi á til dæmis stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir breiðum kerfisbreytingum og einhvers konar varnöglum sem við viljum að komi öllum til góða. Þannig að staðan hjá okkur sem eftir erum er vissulega snúin,“ sagði Ragnar. Vandamál tengd húsnæðismarkaðinum blasi við auk þess sem vöruverð hafi farið upp úr öllu valdi. „Við erum að horfa á fyrirtækin í einhverju fordómalausastan góðæri sem við höfum séð áratugum saman, það var metár í fyrra og við erum að sjá enn betri stöðu teiknast upp fyrir árið 2022. Það er alltaf verið að tala um einhverja óvissu og það er engin óvissa,“ sagði Ragnar. „Eina óvissan hjá fyrirtækjunum er hversu miklu meiri verður hagnaðurinn á þessu ári miðað við fyrra, sem var metár. En síðan erum við með okkar umbjóðendur, fólkið í landinu, sem stendur frammi fyrir gríðarlegri framfærsluóvissu,“ sagði hann enn fremur. Þá muni launaliðurinn einn og sér ekki ná utan um þann vanda sem hreyfingin standi frammi fyrir og tryggja þurfi að verðlag haldist svo að launahækkanir verði ekki til einskis. Tryggja þurfi að fyrirtækin velti ekki launahækkunum út í verðlagið, sem geti gerst sé ekkert aðhald. Vísar hann til lífskjarasamningsins í því samhengi. „ Við sömdum um stöðugleika, lægri vexti og lægri verðbólgu. Hvar stöndum við í dag? Við Stöndum með níu komma fjögurra prósenta verðbólgu og sex prósent stýrivöxtum. Okkar reynsla af því að hafa þetta í orði og sem einhver sameiginleg markmið er einfaldlega mjög slæm,“ sagði Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór hörðum orðum um Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í gær eftir að hún gagnrýndi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins. Sagði hún launahækkanir þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og þær yrðu ekki fordæmisgefandi fyrir þeirra kröfur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur og Sólveig höfðu lengi vel ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, myndað ákveðið þríeyki í verkalýðsbaráttunni og því komu deilurnar mörgum á óvart. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Ragnar að staðan sem nú væri uppi væri óendanlega sorgleg. Hann hafi sjálfur ekki rætt við Vilhjálm frá því að deilurnar komu upp en ræddi við Sólveigu. Aðspurður um hvort það væri möguleiki á sáttum sagðist hann ekki vilja segja til um það. „Fyrir mér er þetta bara fyrst og fremst mjög sorgleg staða og ég er mjög sorgmæddur yfir þessu. Þetta er eitthvað sem maður átti kannski síst von á að myndi gerast, að sjá svona þessa atburðarás og hvernig hún hefur þróast,“ sagði Ragnar. Skilur þú Vilhjálm og reiði hans? „Ég ætla að hafa sem fæst orð um það. Auðvitað gæti maður alveg orðið reiður yfir hinu og þessu, og ég get alveg orðið reiður líka, en ég sé enga ástæðu til þess. Þetta er bara staðan sem komin upp og ég er með verkefni í fanginu sem þarf að leysa og ég ætla að einbeita mér fyrst og fremst að því í staðinn fyrir að vera munnhöggvast við félaga mína,“ sagði hann enn fremur. Tryggja þurfi aðhald með fyrirtækjunum Hvað samninginn Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðar sagðist Ragnar hafa orðið fyrir vonbrigðum með að hreyfingin hafi ekki farið á breiðari grunni varðandi aðra þætti. Mögulega hefði verið betra að Starfsgreinasambandið hefði beðið með að skrifa undir samninginn þar til aðrir væru komnir lengra. „Það hlýtur að blasa við fólki að eftir því sem hellist úr lestinni innan hreyfingarinnar og fleiri stíga út fyrir og geri kjarasamninga, þá minnkar möguleikinn okkar að ná nægilegum þrýstingi á til dæmis stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir breiðum kerfisbreytingum og einhvers konar varnöglum sem við viljum að komi öllum til góða. Þannig að staðan hjá okkur sem eftir erum er vissulega snúin,“ sagði Ragnar. Vandamál tengd húsnæðismarkaðinum blasi við auk þess sem vöruverð hafi farið upp úr öllu valdi. „Við erum að horfa á fyrirtækin í einhverju fordómalausastan góðæri sem við höfum séð áratugum saman, það var metár í fyrra og við erum að sjá enn betri stöðu teiknast upp fyrir árið 2022. Það er alltaf verið að tala um einhverja óvissu og það er engin óvissa,“ sagði Ragnar. „Eina óvissan hjá fyrirtækjunum er hversu miklu meiri verður hagnaðurinn á þessu ári miðað við fyrra, sem var metár. En síðan erum við með okkar umbjóðendur, fólkið í landinu, sem stendur frammi fyrir gríðarlegri framfærsluóvissu,“ sagði hann enn fremur. Þá muni launaliðurinn einn og sér ekki ná utan um þann vanda sem hreyfingin standi frammi fyrir og tryggja þurfi að verðlag haldist svo að launahækkanir verði ekki til einskis. Tryggja þurfi að fyrirtækin velti ekki launahækkunum út í verðlagið, sem geti gerst sé ekkert aðhald. Vísar hann til lífskjarasamningsins í því samhengi. „ Við sömdum um stöðugleika, lægri vexti og lægri verðbólgu. Hvar stöndum við í dag? Við Stöndum með níu komma fjögurra prósenta verðbólgu og sex prósent stýrivöxtum. Okkar reynsla af því að hafa þetta í orði og sem einhver sameiginleg markmið er einfaldlega mjög slæm,“ sagði Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47 Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. 4. desember 2022 20:47
Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08