Taumlaus óráðsía skólabarna, unglinga, bókaorma, siglinga- og sundfólks Þorsteinn Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 19:31 Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun