Innlent

Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn drengjanna hringdi í móður sína þegar þeir komust ekki til baka.
Einn drengjanna hringdi í móður sína þegar þeir komust ekki til baka. Vísir/Vilhelm

Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að drengirnir hafi lenti í vatninu en komist upp á eyju. Þar hafi þeir verið strandaglópar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu frá móður eins drengsins sem hafði fengið hringingu frá syni sínum.

Með aðstoð slökkviliðsins tókst síðan að koma drengjunum í land, en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu. Í þetta sinn fór því betur en á horfðist.

„Ísilögð vötn, lækir og tjarnir hafa mikið aðdráttarafl, ekki síst fyrir börn. Því er mikilvægt að forráðamenn geri þeim grein fyrir hættunni sem þessu kann að fylgja, en það á ekki að fara út á ís nema að hann sé þykkur og haldi vel. Ef við sjáum einhvern á óöruggum ís skulum við alltaf láta vita,“ segir í tilkynningu lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×