Gera ráð fyrir að aðstoða tvö þúsund heimili fyrir jólin: „Þetta er þungur róður fyrir marga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 17:00 Fleiri virðast eiga erfitt fyrir þessi jól en árið áður, ef marka má umsóknir til Mæðrastyrksnefndar. Vísir/Vilhelm Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvö þúsund heimili leiti til þeirra fyrir jólin en um er að ræða ívið meiri fjölda en á fyrri árum. Ljóst sé að staðan í samfélaginu reynist mörgum erfið og er róðurinn þungur víða. Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is. Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is.
Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira