Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2022 11:00 Hörður hefur aðeins náð í 1 stig í Olís deild karla í handbolta til þessa. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. „Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti. Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti.
Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira