Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. desember 2022 21:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44
Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41